Dönsum saman í sumar

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Annað, Dans, Íþróttanámskeið, Leikjanámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Listdansskóli Hafnarfjarðar verður með spennandi námskeið fyrir börn í sumar.

Námskeiðin fara fram í Listdansskóla Hafnarfjarðar, Helluhrauni 16 - 18, 220 Hafnarfirði 

Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 7 - 12 ára (fædd 2008 - 2013) og er þeim skipt upp í hópa eftir aldri.

Á námskeiðinu fá börnin að kynnast fjölbreyttum dansstílum þar á meðal klassískum ballett, djassdansi, spuna, söngleikjadansi og nútímadansi.

Börnin kynnast dansinum í gegnum sköpun og leik þar sem aðaláherslan er dansgleði.

Okkar markmið er að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu, læri að tileinka sér góða líkamsvitund og upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að úr heiminum.

Nemendur læra:

- að skynja púls og hrynjanda tónlistar

- að nýta tónlist við túlkun hreyfinga

- á eigin líkama, hreyfigetu og næmi, ásamt því að efla tónhlustun og taktnæmni.

- að skapa eigin hreyfingar með og án fyrirmæla og tilfinningar og löngun þeirra fái að njóta sín.

- að vinna með öðrum í gegnum hópdansa

Lögð er áhersla á fjölbreytileika í kennslu og munu nemendur meðal

annars:

- nýta leikmuni í dansinum

- fá tækifæri til að skapa sjálf

- taka þátt í teygjum og slökun í lok hvers tíma.

Námskeiðin verða haldin inn í Listdansskóla Hafnarfjarðar ásamt því að farið verður út með hópana þegar veður leyfir.

Júní:

Námskeiðsvika 1 -  15. - 19. júní

Námskeiðsvika 2 - 22. - 26. júní

Námskeiðsvika 3 - 29. júlí - 3. júlí

Júlí:

Námskeiðsvika 4 - 6. - 10. júlí

Námskeiðvika 5 - 13. - 17. júlí

Ágúst:

Námskeiðsvika 6 - 4. - 7 ágúst

Námskeiðsvika 7 - 10. - 14. ágúst

 

Námskeiðin eru vikulöng, þrjá tíma í senn.

- 7 - 9 ára eru fyrir hádegi frá kl.  09.00 - 12.00 (húsið opnar kl. 08.30)

- 10 - 12 ára eru eftir hádegi frá kl. 13.00 - 16.00 ​(húsið lokar kl.16.30)

Iðkendur þurfa að hafa með sér nesti.

 

Lágmarksfjöldi nemenda er 8

Hámarksfjöldi nemenda er 30-40

 

Námskeiðsgjald:

Hvert námskeið kostar 13.900 kr (vinsamlega athugið að námskeið 1 og 6 eru aðeins fjórar daga og kosta því 11.900 kr)

Innifalið í námskeiðinu er Listdansskóla bolur og viðurkenningarskjal í lok námskeiðis.

Veittur er 10% systkinaafsláttur

 

Leiðbeinendur:

Leiðbeinendur okkar eru starfsmenn Listdansskóla Hafnarfjarðar sem hafa reynslu af námskeiðshaldi og vinna með börnum.

Heimasíða Listdansskóla Hafnarfjarðar: www.listdansskóli.is Nánari upplýsingar um sumarnámskeið má finna hér:

https://www.listdansskoli.is/sumarnamskeid

Skráning fer fram inn á listdansskoli.felog.is, velja þarf tímabil og fyrir/eftir hádegi miða við aldur.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 26. maí 2020 - 18:20