
Rokkbúðir 10-12 ára
- 23.6.2025 - 27.6.2025
- Hraunberg 2, 111 Reykjavík
Hinar geisivinsælu rokkbúðir fyrir krakka verða haldnar í júní í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 í Breiðholti! Opnað hefur verið fyrir skráningu!
Dagsetningar: 23.-27. júní 2025 frá 10:00-17:00
Staðsetning: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík
Athugið að búðirnar eru nú 5 dagar fyrir 10-12 ára.
Hvar skrái ég barnið?
Skráning í 10-12 ára búðirnar: https://forms.gle/rjBrkVyEEWgYmTqZA
Fyrir hverja?
Rokkbúðirnar eru fyrir stelpur, trans stráka, stálp og intersex krakka á aldrinum 10-12 ára. Engin þörf er á fyrri tónlistarþekkingu!
Hvað er í boði?
Krakkarnir fá hljóðfærakennslu, fara á hljómsveitaæfingar, sækja vinnusmiðjur í textasmíði, rokksögu og fleiru og spila á lokatónleikum. Sjálfboðaliðar samtakanna halda utan um hópinn, kenna á hljóðfærin og fara í leiki. Einnig fáum við heimsóknir frá ýmsum skemmtilegum sérfræðingum sem fræða okkur um hin og þessi félagslegu málefni. Við notum valdeflandi aðferðir í kennslunni og reynum að búa til öruggt og þægilegt rými fyrir þátttakendur.
Aðstaða og aðgengi
Tónskóli Sigursveins í Hraunbergi er á tveimur hæðum og stærsti hluti starfsins fer fram á fyrstu hæð. Ekki er lyfta í húsinu, aðeins tröppur. Við biðjum þátttakendur með hreyfihömlun um að láta vita í skráningarformi svo við getum hagað dagskrá viðkomandi þannig að hún sé bara á fyrstu hæð.
Nesti
Krakkarnir fá daglega hressingu í kaffitímanum en þurfa að koma með nesti með sér í hádegismat.
Hvað kostar?
Verðið er valfrjálst en hægt er að miða við viðmiðunarþátttökugjald.
10-12 ára: 40.000 kr.
Engum þátttakenda verður vísað frá sökum fjárskorts, frí og niðurgreidd pláss eru í boði.
Verkefnið er rekið af hugsjón í sjálfboðastarfi og því eru öll frjáls framlög umfram lágmarksgjaldið vel þegin.
Sú upphæð sem valin er hefur engin áhrif á möguleika þátttakanda að komast að á námskeiðinu, einungis er valið inn eftir þeim skráningum sem fyrstar berast.
Vinsamlegast leggið inn á reikning samtakanna:
301-26-700112
Kt: 700112-0710
Vinsamlega setjið fullt nafn þátttakanda í skýringu með greiðslu.
Starfsemi Læti! er styrkt af Reykjavíkurborg.