Borðspilasmiðja | Fyrir 12-14 ára

Spilasmiðja
Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Sköpun
Tímabil: 
júní
Aldur: 
12 ára, 13 ára, 14 ára
Ókeypis námskeið: 

Finnst þér gaman að spila? Langar þig að læra að búa til þitt eigið spil?  Á námskeiðinu fá þátttakendur að prófa ýmis borðspil og læra hvað gerir skemmtilegan leik. Út frá því munu þau síðan þróa sín eigin spil. 
Embla Vigfúsdóttir leikjahönnuður mun leiða vinnustofuna en hún hefur lært boðspilahönnun og gefið út eigin spil.

Smiðjan er haldin í OKinu í Gerðubergi, dagana 15.-19. júní kl. 10:00-12:00, ef undanskilinn er 17. júní en þá er lokað á söfnunum. Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg þar sem plássin eru takmörkuð.

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára í OKinu í Gerðubergi; dans, spuni, textílnotkun, borðspil og kynfræðsla.
Smiðjurnar fara fram í OKinu þar sem lögð er áhersla á að skapa vettvang fyrir ungmenni til sköpunar, fræðslu, sjálfstæðis og skemmtunar.
Skoða fleiri sumarsmiðjur fyrir  börn og ungmenni

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 12. maí 2020 - 21:53