Barna- og unglinganámskeið hefjast í janúar

Fjölbreytt barna- og unglinganámskeið
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Breiðholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
janúar, febrúar, mars, apríl, maí
Aldur: 
4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára
Frístundakort: 

 

Myndlistaskólinn í Reykjavík  býður upp á fjölbreytt úrval barna- og unglinganámskeiða á vorönn. Námskeiðin hefjast í janúar og eru kennd einu sinni í viku í allt að tólf vikur. 

Teikning, málun, bókagerð, leirmótun, myndasögur og manga, tölvuteikning og rafræn list. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Námskeiðin eru haldin á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í JL-húsinu við Hringbraut, í félagsmiðstöðinni Miðbergi við Gerðuberg og á Korpúlfsstöðum.

Boðið er upp á námskeið fyrir fjóra aldurshópa; 4-5, 6-9 ára, 10-12 ára og 13-16 ára.  Einnig eru í boði fjölbreytt námskeið fyrir sextán ára og eldri. 

Rafræn skráning stendur yfir á www.mir.is. Takmarkað pláss er á hverju námskeiði og við hvetjum því áhugasama til að skrá sig sem fyrst. 

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 20. desember 2021 - 14:20