Ballett

Hverfi: 
Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans, Sköpun
Tímabil: 
ágúst, september, október, nóvember, desember
Aldur: 
3 ára, 4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára
Frístundakort: 

Ballettnámið skiptist í tvennt, forskóla og grunnnám. 

Forskólinn er fyrir nemendur 3 ára til 8 ára og er undirbúningur fyrir grunnstigin, 1. - 7. stig. Forskólinn er opinn öllum og miðast aldur við fæðingarár.

Grunnnámið, framhald af forskólanum, er fyrir nemendur 9 ára til 15 ára og er undirbúningur fyrir framhaldsdeildina. Grunnnámið samanstendur af 7 stigum. Í vetur verða fyrstu 3 stigin kennd hjá Óskanda á Eiðistorgi en 4. - 7. stig í húsnæði Klassíska listdansskólans. 

Í ballettkennslunni er stuðst við aðalnámskrá og kennt samkvæmt Vaganovakerfinu. Grunnnámið samstendur af klassískum ballett, nútímalistdansi, spuna, táskótækni, dansverkum, þjóðdönsum, karakterdönsum og djassdansi.

Áhersla er lögð á faglega, þroskandi og uppbyggilega kennslu þar sem hver nemendi fær tækifæri til að þroskast og blómstra. Markmiðið er að þroska og örva hreyfigreind, líkamsvitund og félagsþroska. 

Nemendur í grunnnáminu og forskólanum taka þátt í vorsýningu skólans sem verður haldin í Borgarleikhúsinu. Þar fá nemendur tækifæri til að sýna afrakstur vinnu vetrarins.

Nánari upplýsingar á https://www.oskandi.is/

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 30. júlí 2019 - 23:58