Ballet og nútímadans fyrir 9-15 ára- Grunnnám

Hverfi: 
Breiðholt, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Dans
Tímabil: 
ágúst, september, október, nóvember, desember
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára
Frístundakort: 

GRUNNNÁMIÐ, FRAMHALD AF FORSKÓLANUM, ER FYRIR NEMENDUR 9 ÁRA TIL 15 ÁRA OG ER UNDIRBÚNINGUR FYRIR FRAMHALDSBRAUT.​

Grunnnámið samanstendur af 7 stigum. Yngri stigin eru kennd í húsnæði KLS við Álfabakka 14a, 3 hæð, og eldri stigin í húsnæði KLS á Grensásvegi 14.

Áherslan er á faglega, þroskandi og uppbyggilega kennslu þar sem hver nemandi fær tækifæri til að þroskast og blómstra.

Við kennslu er stuðst við aðalnámskrá. Grunnnámið samanstendur af klassískum ballet, nútímalistdansi, samtímadansi, spuna, táskótækni og sögulegum dansverkum auk þess sem nemendur taka þátt í ýmsum sýningum og eru kynnt fyrir nýjum straumum og stefnum og þróun listdansins.​

Nemendur í grunnnáminu og forskólanum taka þátt í jólasýningu sem haldin er í sýningarsal Dansgarðsins og vorsýningu skólans sem haldin er í Borgarleikhúsinu. Þar fá nemendur tækifæri að sýna afrakstur vinnu vetrarins.

 

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 6. ágúst 2021 - 17:24