Allt sem þú vilt vita um kynlíf: Námskeið með Indíönu Rós | Fyrir 14-16 ára

Indíana Rós
Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Fræðsla
Tímabil: 
júlí
Aldur: 
14 ára, 15 ára, 16 ára
Ókeypis námskeið: 

Skemmtilegt og fróðlegt fimm daga námskeið í OKinu í Borgarbókasafninu Gerðubergi með Indíönu Rós fyrir unglinga í öruggu umhverfi.
Indíana Rós er kynfræðingur sem hefur sinnt kynfræðslu fyrir ýmsa hópa síðastliðin 4 ár, til dæmis fyrir félagsmiðstöðvarhópa. Á námskeiðinu verður farið yfir margt sem gott er að hafa huga þegar fólk tekur sín fyrstu skref í kynlífi og samböndum. Fjallað verður um kynlíf, kynsjúkdóma og getnaðarvarnir, líkamann, samþykki og mörk, heilbrigð sambönd og ýmislegt fleira. 

Námskeiðið fer fram dagana 13. - 17. júlí milli kl 10:00 og 12:00 í OKinu í Gerðubergi. Námskeiðið er ókeypis en skráning er nauðsynleg hér fyrir neðan þar sem plássin eru takmörkuð. 

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar. Kynnið ykkur fleiri smiðjur hér.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 13. maí 2020 - 11:25