Ævintýraheimur Barnanna

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Annað, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Tónlist
Tímabil: 
júní
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Vikulangur Ævintýraheimur 21.-25. júní

Fyrir 9-12 ára (4.- 6. bekkur).

Heil vika af tónlist og töfrum fyrir káta krakka af öllum kynjum 

Þátttakendur, börnin sjálf spila aðalhlutverkið á námskeiðinu og skapa eigin ævintýraheim út frá texta, tónlist og hugarflugi. Unnið að gerð tónverka og skoðuð áhugaverð hljóðfæri úr óvæntum áttum. Ómælisdjúp eigin sköpunarkrafts er kannað þegar tónlistin kallar fram hreyfingu og dansinn fer á flug. Vettvangsferðir um hverfið er hluti af könnunarleiðangri og leitinni að sviðsetningu fyrir ævintýrið.

Börnin fá frjálst og skapandi flæði með leiðsögn.

 

Dagskráin:

Milli kl.9:00- 10:00 er mæting í Kramhúsið og hitað upp fyrir daginn.

Formleg kennsla er milli kl. 10:00 -12:00 og 13:00-15:00. Hádegismatur og útivera er milli 12:00-13:00 og því mikilvægt að mæta með klæðnað sem hæfir veðri dagsins. Síðdegis er svo slakað á í rólegri stund milli 15:00- 16:00, þar sem gefst næði til að vinna úr verkefnum dagsins  og gefinn er frjáls tími í Kramhúsinu, léttir leikir og útrás.

 

Lágmarksfjöldi er 10 og skipt verður í tvo hópa ef fjöldi fer yfir 15. Hámarks fjöldi er 25.

Systkinaafsláttur gildir fyrir þau börn sem skráð eru saman.

Námskeiðið í ár er að vanda leitt af frábæru listafólki. Sviðslistakonan og dansarinn Ásrún Magnúsdóttir verður aftur með okkur í sumar og leiðir námskeiðið. Magga Stína getur ekki verið með þetta árið en í stað hennar kemur dóttir hennar, fjöllistakonan Salvör Gullbrá og tónlistakonan Steinunn Eldflaug nýjar inn í hópinn. Allar eru þær þekktar úr lista- og menningarlífinu og hefur hver um sig mikla og fjölbreytta reynslu af kennslu, sýningum og vinnu með börnum og unglingum.

Það er mikill fengur að fá þessar frábæru listakonur til liðs við okkur í ævintýrið. Kramhúskrakkar eiga von á skemmtilegu og líflegu námskeiði þar sem sköpunin fer á flug.

 

Skráning

https://kramhusid.is/product/aevintyraheimur-barnanna-sumar-2021/

Verð:

Afsláttarkóði - KRAKKAKÓF

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 4. júní 2021 - 15:05