
Sumar Krakkabox
- 7 - 11 ára
- 1.6.2025 - 14.7.2025
- Kringlan
7-11 ára
Tímarnir eru á þriðjudögum og fimtudögum klukkan 15:00
í þessu námskeiði er mikið lagt upp með að krakkarnir hafi gaman og læri samhæfingu á sama tíma og þau fá grunnkennslu í helstu atriðum hnefaleika í bland við skemmtilega leiki sem auka samhæfingu og undirbýr þau fyrir næstu skref í greininni.
Við í Hnefaleikafélagi Reykjavíkur/World Class Boxing Academy erum mjög stolt af agaeflandi umhverfinu sem við höfum náð að skapa í kringum starfið okkar og vinnum einnig eftir því í Krakkabox tímunum okkar. Það er tilvalið fyrir foreldra að setjast niður í nýja foreldra og barna rýmið okkar og slaka á á meðan krakkarnir taka æfingu í Krakkaboxi.
Kennararnir í þessu námskeið eru reynslumiklir þjálfarar úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur sem halda vel utan um hópinn í tímunum í glæsilegu aðstöðunni okkar hjá World Class Boxing Academy í Gömlu Kringlunni.
