
Selfoss: Fermingarfræðsla
- 12 - 14 ára
- 1.9.2025 - 19.1.2026
- Vallaskóli,
Fermingarfræðsla Siðmenntar á Selfossi
Staðsetning Vallaskóli Selfossi.
Börnin þurfa að hafa meðferðis skriffæri, stílabók og nesti fyrir daginn.
Kennsludagar: 17. - 18. janúar og 24. - 25. janúar
Kennsla frá klukkan 10-14 alla dagana.
Öll börn sem vilja fermast borgaralega verða að hafa lokið fermingarfræðslu á vegum Siðmenntar.
Hér er skráning á póstlista vegna borgaralegrar fermingar 2026.
Athugið að námskeið er fellt niður ef skráningarviðmið nást ekki.
Vinsamlegast athugið:
- Námskeiðsgjöld fást ekki endurgreidd ef afbókað er með minna en mánaðarfyrirvara.
- Öll börn sem fermast á vegum Siðmenntar verða að hafa lokið fermingarfræðslu með tilheyrandi mætingu og þátttöku.
- Í þeim tilfellum sem börn eru truflandi við aðra, sýna af sér ógnandi hegðun eða hafa ekki áhuga á að sinna fræðslunni er þeim vísað af námskeiðinu og hafa ekki lokið viðmiðum til þess að taka þátt í fermingarathöfn.
- Vopnaburður á almannafæri er bannaður skv. 30. gr. vopnalaga. Í borgaralegri fermingarfræðslu Siðmenntar er allur vopnaburður stranglega bannaður og ef barn verður uppvíst að því að bera vopn er það gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum.