Til baka
Læti! Tónlistartímar fyrir börn og fullorðna
Til baka

Læti! Tónlistartímar fyrir börn og fullorðna

  • 17.10.2025 - 17.10.2025
  • Völvufell 17, 111 Reykjavík
Skráning er nú opin fyrir haustmisseri 2025! Í boði verða bæði einkatímar og hljómsveitatímar. Kennt verður á öll helstu rokkhljóðfæri: söngur, trommur, bassi, gítar og hljómborð og nú er einnig í boði að læra raftónlist! Starfið hefst 15. september og því lýkur með lokatónleikum í lok nóvember. Kennt er í 10 skipti yfir 12-13 vikna tímabil. Kennsla fer fram í V17 Tónlistarmiðstöð Læti! að Völvufelli 15 og 17. Námskeiðin er fyrir börn og fullorðið fólk; kvenkyns, trans, kynsegin og intersex á aldrinum 8-99 ára!