Til baka
Haust 2025 | 10-12 ára: Sköpun og leikur með list
Til baka

Haust 2025 | 10-12 ára: Sköpun og leikur með list

  • 9.9.2025 - 9.9.2025
  • Rauðarárstígur 5, 105 Reykjavík
Námskeiðið er fjölbreytt og skapandi þar sem nemendur læra að teikna, mála og móta. Nemendur kynnast grunn atriðum myndlistar – eins og línu, litum, áferð og skugga – í gegnum spennandi verkefni þar sem þau fá að prófa sig áfram á sinn hátt. Unnið verður með bæði tvívíð og þrívíð verk. Einn af hápunktum námskeiðsins er gerð andlitsmyndar úr leir og fá nemendur þannig innsýn í form og hlutföll mannslíkamans. Markmið námskeiðsins er að efla sköpunargleði og sjálfstraust til listsköpunar og stuðla að gleði og jákvæðri upplifun af myndlist. Námskeiðið er 12 vikur. Hópur 1012103: (þriðjudagar) 9. september-2. desember frá 15:00-17:15