
Knattspyrna 2.fl kvk - 2025
- 17 - 20 ára
- 1.1.2025 - 30.9.2025
- Frostaskjól,
Æfingagjöld í knattspyrnu fyrir iðkendur í 2. flokki kvenna út keppnistímabilið 2024/2025.
2.flokkur kvenna eru stúlkur fæddar 2006, 2007 og 2008.
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Árið 2025 verður fyrirkomulagi innheimtu æfingagjalda breytt, og verður héðan í frá ekki lengur miðað við almanaksár heldur skólaár / keppnistímabil. Núna í janúar 2025 birtast því æfingagjöld sem gilda út september 2025 og næsta innheimta gildir þá október 2025-september 2026.
Systkinaafsláttur er 10% og reiknast á af æfingagjöldum. Lækkun af æfingagjöldum fyrir sjálfboðaliðastörf helst óbreytt, 15.000 gegn framlagi sem nemur að lágmarki þremur leikjum meistaraflokks. Afslættir verða þó aðeins veittir ef gengið er frá skráningu og greiðslu fyrir 10.02.2025.
Ný keppnistreyja KR frá Macron verður nú innifalin í æfingagjöldum, og fá allir iðkendur nýja treyju fyrir sumarið 2025.
Upplýsingar um æfingatíma á Knattspyrnufélag Reykjavíkur (kr.is)
Við viljum minna á frístundastyrk Reykjavíkurborgar sem er kr.75.000 kr. á hvert barn 6-18 ára.
Athugið að æfingagjöld og styrkir yngri flokka KR standa eingöngu undir rekstrarkostnaði yngri flokka.