
Fyrirlestur: Undur himingeimsins með Stjörnu-Sævari
- 2.7.2025 - 2.7.2025
- Lindargata 59, 101 Reykjavík
Miðvikudaginn 2. júlí næstkomandi klukkan 13:30 fær Samfélagshúsið Vitatorgi til sín frábæran gest!
Það verður enginn annar en Sævar Helgi Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, sem mætir á svæðið.
Haldinn verður fyrirlestur þar sem Sævar stiklar á stóru um undur himingeimsins ásamt því helsta sem er að frétta úr þeim málum.
Aðgengi er ókeypis og allir velkomnir!