13-16 ára Leirrennsla & mótun

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
september, október, nóvember, desember
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Frístundakort: 

Markmið námskeiðsins er að örva og ýta undir sköpunargleði nemandans og skilning hans á þrívíddarmótun í leir. Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu aðferðir við leirmótun og rennslu. 

Á rennibekk verður farið í fyrstu skef í mótun ýmissa nytjahluta og unnið með mismunandi tækni með tilliti til hvers forms fyrir sig. Farið verður í gegnum mótun frumformanna og áhersla lögð á að ná fram skilningi nemandans á formmótun og tilfinningu hans fyrir leirnum sem mótunarefni og ýmsar skreytingaraðferðir nýttar til að gera hvern hlut persónulegan og einstakan. Námskeiðið er ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Leirrennsla & mótun er kennd einu sinni í viku, á föstudögum kl 16:00 - 18:25.

Kennari: Guðbjörg Björnsdóttir

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 28. ágúst 2019 - 11:18