10-12 ára Leirmótun (Korpúlfsstaðir)

Hverfi: 
Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
september, október, nóvember, desember
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára
Frístundakort: 

Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu aðferðir við leirmótun og nemendur fá að kynnast efninu og verkfærum. Nemendur munu útbúa ævintýralega og óvenjulega hluti í fjölbreyttum verkefnum og takast á við grundvallaratriði sjónlista í tvívídd og þrívídd; form, lit, ljós og skugga. Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, jafnframt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir formi og efni. Leitast er við að kveikja áhuga á myndgerð og formhugsun í víðara samhengi, m.a. gegnum listasögu.

Námskeiðið er kennt einu sinni í viku, á mánudögum kl 15:00 - 17:15.

Kennari: Svafa Björg Einarsdóttir

 

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 27. ágúst 2019 - 11:52