






Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar var stofnaður 30. mars 1964 og er einn fjölmennasti tónlistarskóli landsins með um 600 nemendur. Skólinn starfar í Árbæjarskóla, í Dalskóla, í Hraunbergi 2 í Breiðholti, en aðalkennslustaður skólans og skrifstofa eru á Engjateigi 1. Skólastjóri er Sigursveinn Magnússon en aðstoðarskólastjóri Guðrún Guðmundsdóttir. Ritari skólans er Sigríður L. Þórarinsdóttir.
Námið spannar öll skólastig, allt frá byrjendanámi á grunnskólastigi til náms á háskólastigi. Tónlistarnám á framhaldsskólastigi er metið til eininga til stúdentsprófs. Allmargir nemendur hafa útskrifast úr skólanum til framhaldsnáms í erlendum tónlistarháskólum og eru nú við tónlistarstörf bæði hér heima og erlendis.