Tónskóli Guðmundar

Heimilisfang: 
Hagasel 15
109 Reykjavík
Sími: 
567 8150
Netfang: 
gudmhaukur@gmail.com

Tónskóli Guðmundar hefur verið starfræktur í meira en 20 ár í Seljahverfi í Breiðholti og tekið breytingum í takt við tíðarandann. Þetta er lítill einkaskóli og kennararnir eru nú aðeins tveir. Á haustönn 2014 er kennt á gítar, píanó, harmonikku og flautu og hjá okkur eru engir biðlistar. Allir eru velkomnir á sínum forsendum, nýnemar jafnt sem lengra komnir. Við bjóðum einnig upp á örnámskeið fyrir þá sem vilja kanna stöðu sína og/eða efla sig í tónlistarflutningi. Skólinn er opinn og framsækinn og án fordóma.

Staðsetning á korti: