Sparta heilsurækt

Heimilisfang: 
Nýbýlavegi 6
200 Kópavogur
Sími: 
554 1200
Netfang: 
sigrun@sparta.is

Sparta heilsurækt er sennilega heimilislegasti og skemmtilegasti staðurinn í dag punktur. Þar er boðið upp á; frábæran félagsskap, metnaðarfullt og hresst starfsfólk sem gefur allt til þess að þú komist þangað sem þú óskar þér.

Okkar þjálfarar búa að mikilli menntun og reynslu en hvort tveggja er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að því að vinna með mannslíkamann. Einnig gerum við þær kröfur að kennarar fari í gegnum stranga þjálfun til að Sparta geti boðið upp á faglega og metnaðarfulla starfsemi - er það ekki þannig sem það á að vera? Við nefnilega skiljum hvað það er mikilvægt að þjálfarinn viti upp á hár hvað hann er að gera og kunni ráð til að aðstoða alla sem til okkar koma, hvort sem viðkomandi er í toppþjálfun eða að stíga sín fyrstu skref, jafnvel eftir laaaanga pásu. Við tökum svo sannarlega enga sénsa með fólkið okkar – svo einfalt er það bara.

Hverjar sem áherslurnar eru varðandi hvern og einn þá eru okkar gildi; “Forvörn til frambúðar!” Starfsemi Spörtu gengur út að auka lífskraft, lífsgæði, ást og hamingju iðkenda – og hingað til hefur okkur tekist það skrambi vel!

Staðsetning á korti: