Söguheimar

Heimilisfang: 
Lækjarbotnaland 53.
203 Kópavogur
Sími: 
8993377
8921142
Netfang: 
soguheimar@gmail.com

Við viljum gefa ímyndunaraflinu stað í raunveruleikanum. Okkur langar að bjóða börnunum með okkur í heillandi ljóðrænt ferðalag inn í ríki ímyndunaraflsins, stað þar sem við getum á einlægan hátt upplifað náttúruna og reynt á alvöru hugrekki, þor og samhjálp. Þar sem að við getum  upplifað okkur sjálf sem einstakling og hluta af heild.

Í nútímanum upplifa börn mest ævintýraheima í gegnum nútímamiðla svo sem sjónvarp og tölvur. Við viljum bjóða börnum upp á raunverulegar upplifanir og það að takast á við sjálfan sig og raunverulegar áskoranir. Í gegnum útiveru og leik, með sögum, leiklist, sirkus, dans, söng og náttúrunni viljum við bjóða ykkur að koma og taka þátt í ævintýrum með okkur.

Staðsetning á korti: