Reiðskóli Reykjavíkur

Heimilisfang: 
Fákaból 3
110 Reykjavík
Sími: 
777 8002
Netfang: 
reidskoli@reidskoli.is

Reiðskóli Reykjavíkur býður börnum upp á skemmtileg reiðnámskeið

Okkar markmið er að börnin skemmti sér vel og hafi ánægju af því að kynnast hestamennskunni.

Reiðskóli Reykjavíkur var stofnaður árið 2001 og eru eigendur hans hjónin Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður Vignir Matthíasson. Þau hafa stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini, fyrst sem áhugamál en síðan sem aðalatvinnu. Samhliða starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur reka hjónin hestamiðstöðina, Ganghestar, þar sem þau bjóða upp á þjónustu við hestafólk eins og kaup og sölu á hrossum, reiðkennslu, frumtamningar og þjálfun á kynbóta- og keppnishrossum. Edda Rún og Sigurður halda fjölmörg reiðnámskeið um allan heim og fara reglulega til Noregs, Hollands, Svíþjóðar, Belgíu og Þýskalands. Reiðskóli Reykjavíkur er með aðsetur að Fákabóli 3, 110 Reykjavík, sem er staðsett fyrir framan Félagsheimili Fáks í Víðidal.

Staðsetning á korti: