Myndlistaskólinn í Reykjavík

Heimilisfang: 
Hringbraut 121
101 Reykjavík
Sími: 
551 1990
Netfang: 
mir@mir.is

Við Myndlistaskólann í Reykjavík er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sjónlistum fyrir börn og unglinga á aldrinum 4-16 ára. Yfir vetrartímann er boðið upp á námskeið sem kennd eru einu sinni í viku en á sumrin er boðið upp á 1-2 vikna námskeið sem kennd eru fyrir eða eftir hádegi. Námskeiðin fara fram í húsnæði skólans að Hringbraut 121 en einnig er boðið upp á námskeið í útibúi skólans í frístundamiðstöðinni Miðbergi, Gerðubergi 1, og í útibúi á Korpúlfsstöðum í Grafarvogi.

Kennt er í aldursskiptum hópum; 4-5 ára, 6-9 ára, 8-11 ára, 10-12 ára og 13-16 ára. Í yngsta hópnum er hámarksfjöldi nemenda 6 börn en fjölgað er í hópum eftir því sem aldur nemendanna hækkar. Í unglingahópunum miðast hámarkið við 12 nemendur.

Barna- og unglingadeild Myndlistaskólans starfar á grundvelli markmiða sem sett eru fram með hliðsjón af Aðalnámskrá grunnskólans og í samræmi við stefnu Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Allir kennarar barna- og unglingadeildar eru háskólamenntaðir á sviði myndlistar, hönnunar eða byggingalistar og er lögð áhersla á að kennarar í barna-og unglingastarfi hafi kennsluréttindi.

Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkurborgar til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára sem eru með lögheimili í Reykjavík.  
 

Staðsetning á korti: