Íþróttafélagið Leiknir

Heimilisfang: 
Austurberg 1
111 Reykjavík
Sími: 
557 8050
Netfang: 
leiknir@leiknir.com

Íþróttafélagið Leiknir býður knattspyrnu barna allt frá 8. flokki (börn á forskólaaldri) og upp í afreksstefnu (mfl karla). Leikir, skemmtun og framfarir eru mottóið okkar. Börn læra að vinna saman í hópum, kynnast nýjum félögum og þroskast andlega sem og líkamlega. Æfingar eru allt árið um kring og starfið afar blómlegt. Æfingar yngstu barnanna eru blandaðar, strákar og stelpur æfa saman, en strax og börnin eru komin á grunnskólaaldur æfa strákar og stelpur sér.

Hvetjum við stelpur jafnt sem stráka til að koma og prufa fótboltann hjá okkur og upplifa öll þau ævintýri sem hverfisfélagið þitt hefur að bjóða.

Staðsetning á korti: