Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn

Heimilisfang: 
Hafrafell v/Engjaveg
104 Reykjavík
Sími: 
411 5900
Netfang: 
postur@husdyragardur.is

Í Fjölskyldugarðinum er lögð mikil áhersla á umhverfismál og reynt eftir fremsta megni að notast við umhverfisvænan búnað innan svæðisins, s.s. rafmagnsbíla og hjól. Garðurinn er fullur af ýmiss konar leiktækjum sem flest miðast við að gestirnir þurfi að gera sem mest sjálfir ásamt því að vera valin með öll aldursstig í huga.

Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd. Gert er ráð fyrir rúmlega tuttugu dýrategundum og er markmiðið að gera þeim dýrum sem lifa á Íslandi góð skil en þó með sérstaka áherslu á húsdýrin. Stefnt er að því að hafa fá dýr af hverri tegund og leitast við að sýna afbrigði, litbrigði, bæði kynin og afkvæmi þeirra.

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur: 10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar: 10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími kaffihúss:

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30

Samgöngur

Stætisvagnar 2 og 15 stoppa nærri garðinum nærri gatnamótum Vegmúla og Suðurlandsbrautar. Athugið að stöðin næst garðinum er merkt Laugardalshöll en ekki sú sem er merkt Fjölskyldu- og húsdýragarður.

Staðsetning á korti: