Félag Litháa á Íslandi

Sími: 
864 0070
Netfang: 
jurgita@internet.is

Litháíski móðurmálsskólinn var stofnaður fyrsta september árið 2004 í Alþjóðahúsinu. Árið 2008 var stofnað Félag Litháa á Íslandi http://www.ltis.org/ og þá varð skólinn hluti af starfsemi félagsins. Árið 2014 fagnar skólinn 10 ára afmæli.

Við skólann kenna fimm kennarar sem undanfarin ár hafa sótt ýmiskonar námskeið hérlendis og erlendis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsum menningarlegum og samfélagslegum atburðum og er aðili í samtökunum „Móðurmál“ www.modurmal.com.