Dansskóli Jóns Péturs og Köru

Heimilisfang: 
Síðumúli 30
108 Reykjavík
Sími: 
553 6645
Netfang: 
dans@dansskoli.is

Dansskóli Jóns Péturs og Köru býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir alla aldurshópa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Boðið er upp á námskeið í barnadönsum, samkvæmisdönsum, salsa, freestyle, hip hop , break og zumba.

Jón Pétur og Kara ásamt aðstoðarkennurum sjá um kennslu í barnadönsum og samkvæmisdönsum. Þau hafa áratugareynslu við danskennslu.

Innan skólans starfar Dansfélag Reykjavíkur. Þeir nemendur sem stunda dans sem keppnisíþrótt keppa undir merkjum félagsins.

Í lok haustannar er haldið jólaball og nemendasýning þar sem allir barna- og unglingahópar koma fram.

Það er staðreynd að dans er frábær leið til að styrkja sál og líkama. Að fara í dansskóla er góð hreyfing en ekki síst góð leið til að auka sjálfstraust og öryggi.  Fyrir börn og unglinga er í dansinum að finna mikla hreyfingu og útrás og einnig er lögð mikil áhersla á agaða framkomu. Dans reynir á samhæfingu hreyfinga dansarans og tónlistar og í paradansi bætist við samhæfing við hreyfingar dansfélagans. Í dansinum fá pör góða hreyfingu, skemmtilegan félagsskap og síðast en ekki síst samveru með hvort öðru. Oft er það svo að pör sækja sér hreyfingu í sitt hvoru lagi en í dansinum sameinast þau og eiga sinn tíma saman einu sinni í viku.

Staðsetning á korti: