Bridgesamband Íslands

Heimilisfang: 
Síðumúla 37
Reykjavík
Sími: 
587 9360
Netfang: 
bridge@bridge.is

Bridgesamband Íslands var stofnað 26.apríl 1948. Á stofnfundinn, sem 
haldinn var í Reykjavík, mættu 25 fulltrúar frá 6 bridgefélögum: Bf. 
Akureyrar, Bf. Siglufjarðar, Bf. Selfoss, Bf. Vestmannaeyja, Bf. 
Hafnarfjarðar og Bf. Reykjavíkur. Fyrsti forseti BSÍ var Lárus Fjeldsted 
hrl. Eftir fundinn var haldin bæjarkeppni 
milli þessara 6 félaga. Bf. Reykjavíkur vann þessa keppni, sem kannski 
mætti kalla fyrsta Íslandsmótið. 

Í dag eru starfandi 28 bridgefélög í öllum landshlutum. Um 1000 manns spila 
reglulega keppnisbridge í félögum innan BSÍ, auk mikils fjölda fólks sem 
spilar sér til skemmtunar í heimahúsum og á vinnustöðum. 

BSÍ heldur Íslandsmót í Opnum flokki, Kvenna flokki, Öldungaflokki (eldri en 
50 ára), flokki Yngri spilara (25 ára og yngri) og Paraflokki. 

Staðsetning á korti: