Vinnuskóli Hafnarfjarðar

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Annað
Aldur: 
14 ára, 15 ára, 16 ára

Sumarið 2019 fá 14 – 16 ára unglingar vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar, þ.e. unglingar fæddir árin 2003 - 2005.

Skrifstofa Vinnuskólans er að Hrauntungu 5. Skrifstofan er opin frá kl. 8.00 til 16.00. Sími Vinnuskólans er 565-1899, netfangið vinnuskoli@hafnarfjordur.is

Vinnutímabil
14, 15 og 16 ára unglingar (fæddir 2003-2005) hefja vinnu 11. júní. Ekki er unnið á föstudögum.

14 ára unglingar fá 79 tíma

15 ára unglingar fá 101 tíma

16 ára unglingar fá 123 tíma

Daglegur vinnutími
14 ára unglingar vinna aðra hverja viku fyrir hádegi og eftir hádegi hina, mánudaga til fimmtudaga. Fyrir hádegi er unnið frá 9.00 – 12.00 og eftir hádegi frá 13.00 – 16.00. Ekki er unnið á föstudögum.
15 og 16 ára unglingar hafa breytilegan vinnutíma.
 

Laun
16 ára unglingar eru með 835 kr. á tímann og orlof þar ofan á. Mjög brýnt er að 16 ára unglingar láti vita hvort þau ætli að nýta skattkortið sitt svo ekki verði tekinn af þeim skattur.
15 ára unglingar verða með 627 kr. á tímann og orlof þar ofan á.
14 ára unglingar verða með 555 kr. á tímann og orlof þar ofan á.

Orlof (10,17%) er borgað út hjá öllum aldurshópum.

 

Umsókn um starf hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar
Umsækjendur sækja um rafrænt á www.hafnarfjordur.is, undir sumarstörf. Umsækjendur og forráðamenn eru beðnir um að fylla út eftir að hafa kynnt sér efni þessa bréfs og reglur Vinnuskólans.

Mjög mikilvægt er að skila réttum upplýsingum um bankareikning svo launagreiðslur gangi greiðlega.

 

Boðun í vinnu
Boðað er til vinnu rétt vikuna áður en vinna hefst. Flokkstjóri hringir og segir hvar á að mæta fyrsta morguninn.

  

Með von um gott samstarf í sumar
Starfsfólk vinnuskóla Hafnarfjarðar

 

 

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 30. apríl 2019 - 13:22