Vertu þú

VERTU ÞÚ
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sjálfsstyrkingarnámskeið
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Námskeiðið VERTU ÞÚ er sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga (13-16 ára). Þar eru kenndar aðferðir til þess að efla þá og styrkja. Aðferðirnar hjálpa þeim að takast á við áreiti, mótlæti, hindranir, samanburð, kvíða, samfélagsmiðlana ofl. þannig að þeir nái að verða besta útgáfan af sér.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar
  • Hvernig virkja má hæfileika svo þeir geti orðið að styrkleikum
  • Áhrif hugsana á líðan og hegðun
  • Vináttufærni
  • Jákvæða og neikvæða leiðtoga
  • Mikilvægi þess að eiga sér drauma
  • Að setja sér markmið
  • Mikilvægi þess að vera í núvitund
  • Öndun, slökun og hugleiðslu

Í hverjum tíma er fróðleikur og unnin verkefni sem tengjast honum. Að þeim loknum er leidd öndun, slökun og hugleiðsla sem hjálpa þeim að vera í núvitund. Hugleiðslan er í söguformi, svokallaðar hugleiðslusögur, en þær henta vel þeim sem ekki eru vanir að hugleiða.

Markmið námskeiðsins er að þeir læri að nota hentugar aðferðir til að öðlast styrk til að standa með sjálfum sér og leyfi sér að blómstra og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

Næstu námskeið

Selfoss
13.sept-22.nóv

Kl:19:30-20:30 (fimmtud.)
Jógastofan, Austurvegi 21
Kennari: Helga
Verð:35.500 kr. 10% systkinaafsláttur

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 17. ágúst 2018 - 14:54