Unglingaþjálfun CrossFit

Crossfit sport, Sporthúsið, unglingaþjálfun
Hverfi: 
Kópavogur
Efnisflokkur: 
Íþróttir, Líkamsrækt
Tímabil: 
september 2019, október 2019, nóvember 2019, desember 2019
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára
Frístundakort: 

Í unglingaþjálfun CrossFit leggjum við ríka áherslu á að kenna rétta líkamsbeitingu, styrkja kjarnavöðva og viðhalda eðlilegum liðleika í gegnum hraðvaxtarskeið, til þess að unglingurinn hafi alla burði til þess að leggja stund á hefðbundnar styrktaræfingar þegar hann hefur þroska til. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að unglingsárin eru viðkvæmt þroskaskeið þar sem í langflestum tilfellum er óviðeigandi að vinna með miklar utanaðkomandi þyngdir. 

Við ætlum okkur að skapa jákvætt, uppbyggilegt, skemmtilegt en jafnframt kröfuhart umhverfi þar sem börnin og unglingarnir munu læra um og ástunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þau fá að reyna það á sjálfum sér hvernig ástundun, vinna og agi skilar árangri á ýmsum sviðum líkamlegs og andlegs atgervis.

 

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 20. ágúst 2018 - 17:24