Unglingadeildin Árný

Björgunarsveitin Ársæll, ungliðar
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Útivist, Æskulýðsstarf
Aldur: 
15 ára, 16 ára, 17 ára
Frístundakort: 

Í fjölda ára hefur Björgunarsveitin Ársæll haft undir sínum verndarvæng öflugt unglingastarf. Fólk getur sótt um inngöngu í unglingadeildina við 15 ára aldur og fær á næstu árum tækifæri til að fá nasasjón af starfi björgunarsveita. Þegar fólk hefur svo náð 18 ára aldri getur það sótt um að gerast nýliðar í sveitinni. Þá hefur fólkið sem starfað hefur í unglingadeild góðan grunn, sem auðvelt er að byggja ofan á.

Unglingastarfið er margþætt, haldnar eru kynningar á ýmsu í starfi sveitarinnar, farið í ferðir, heimsóknir til annarra unglingadeilda, tekið þátt í flugeldasölu sveitarinnar og farið á landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldin eru á tveggja ára fresti.

Nánari upplýsingar

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 3. janúar 2017 - 13:21