Tónlistarnám

Tónstofa Valgerðar, tónlistarnám
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur: 
Sköpun, Tónlist
Tímabil: 
janúar 2018, febrúar 2018, mars 2018, apríl 2017, maí 2017
Aldur: 
3 ára, 4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Frístundakort: 

Í Tónstofunni fer fram tónlistarkennsla fyrir nemendur sem geta ekki tileinkað sér hefðbundna tónlistarkennslu.Tónstofan er eini tónlistarskólinn á landinu þar sem nemendur með sérþarfir njóta forgangs. Öll kennslan tekur mið af forsendum og þörfum hvers einstaks nemanda. Nemandi í Tónstofunni getur lagt stund á hefðbundið tónlistarnám. Hann getur einnig notið fjölþættrar tónlistarkennslu og þjálfunar sem beinist að því að efla tónnæmi hans og tónlistarfærni, bæta líðan hans og veita sköpunarþörfinni útrás. Í þessu felst sérstaða Tónstofu Valgerðar um leið og hún fylgir þeim meginmarkmiðum sem eru skilgreind í aðalnámskrá tónlistarskóla og skólanámskrá Tónstofunnar.

Nánari upplýsingar

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 3. janúar 2017 - 16:03