Tómstund

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júlí, júní
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára

Tómstund

Tómstund heldur úti námskeiðum á sumrin fyrir börn sem voru að ljúka 4. – 7.  bekk. Helstu markmið Tómstundar eru að virkja börn í sumarfríinu, gefa þeim tækifæri á að hitta önnur börn, kynnast áhugaverðum viðfangsefnum og endurvekja gömul áhugamál.

Eins og fyrri ár verður Tómstund skipt upp í tvö tímabil. Hvert tímabil verður í tvær vikur, fyrra tímabilið verður frá 11. júní – 21. júní og seinna tímabilið verður frá 24. júní - 5. júlí. Tómstund verður starfrækt í  Víðistaðarskóla og Hraunvallaskóla

Í upphafi hvers tímabils velja börnin sér hvaða námskeið þau vilja vera á út tímabilið. Námskeiðin eru almennt frá mánudegi til fimmtudags nema annað sé tekið fram í námskeiðsyfirlitinu. Á föstudögum er dagurinn brotinn upp með föstudagsflippi.

Fyrir hverja er Tómstund?

Tómstund er fyrir nemendur í Hafnarfirði sem voru að ljúka 4. – 7. bekk.

Opnunartími Tómstundar er eftirfarandi á báðum stöðum:

Fyrir hádegi: Frá kl: 8:00 – 12:00. Námskeiðin eru kl: 9:00-12:00.

Eftir Hádegi: Frá kl: 13:00 – 16:15. Námskeiðin eru kl: 13:00-16:00.

Opið verður fyrir nestisaðstöðu í hádeginu fyrir þá sem þurfa.

Engin þátttökuskylda er á námskeiðum en við hvetjum börn til þess að vera með frá upphafi til enda. Ef svo vill til að börnin hafa ekki áhuga á því að taka þátt í þeim námskeiðum sem eru í boði á viðkomandi tímum þá er þeim frjálst að mæta og taka þátt í leikjum og öðru sem verður í boði á hverjum stað. Mæting er valfrjáls og þar með geta börnin komið og farið þegar þau vilja.

Hvar er Tómstund?

Tómstund verður staðsett á tveimur stöðum í allt sumar (frá 11. júní – 5. júlí).
Í félagsmiðstöðinni Mosanum í Hraunvallskóla  og Félagsmiðstöðinni Hrauninu í Víðistaðaskóla

Hvar skráir maður barn í Tómstund?

Skráning hefst 20. maí

Gengið er frá skráningu og greiðslu á þátttökugjöldum í gegnum Mínar síður á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is. Þátttökugjaldið í ár er 4600 kr. fyrir hvert tímabil og gildir það fyrir allan daginn frá 8:00 – 12:00 og 13:00 – 16:15. Ekki er hægt að skrá börn hluta dags en eins og áður hefur komið fram er mæting valfrjáls. Börnin skrá sig á námskeiðin sem tómstund býður þegar þau mæta í fyrsta skiptið. Við viljum benda á að námskeið eru háð því hversu margir skrá sig á þau. Því gætu námskeið orðið full eða með breyttu sniði ef skráning verður lítil.

Hvað er föstudagsflipp?

Námskeiðin eru almennt frá mánudegi – fimmtudags. Alla föstudaga (fyrir utan fyrstu vikuna) brjótum við daginn upp með einhverju stórskemmtilegu föstudagsflippi.

Hafa samband

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar í síma 565-1899 og 585-5760

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 3. maí 2019 - 15:14