Teikning 1 - Korpúlfsstöðum

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019
Aldur: 
16 ára, 17 ára, 18 ára

Kennt á miðvikudögum kl. 17:30 - 20:35

Tímabil: 24. janúar  - 25. apríl

Við lok námskeiðs fær nemandi 2 framhaldsskólaeiningar sem geta nýsts til prófs í öðrum skólum.

Kennd eru undirstöðuatriði hlutateikningar. Farið er í formgreiningu og skyggingu jafnframt því að teikna hluti eins og þeir væru gagnsæir. Unnið er með blæbrigði línunar og grátónaskala blýantsins. Frumformin eru teiknuð í samsíða vídd og form þeirra dregin fram með skyggingu. Kennd eru undirstöðuatriði í fjarvídd og hlutfallamæling æfð með teikningu einfaldra hluta, þrívíð viðfangsefni eru yfirfærð á tvívíðan flöt pappírsins. Fjallað er um myndbyggingu, og kynntir eru ýmsir listamenn sem tengjast efninu hverju sinni. Námslok miðast við 80% mætingu.

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 12. janúar 2018 - 12:16