Tæknistelpur

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sjálfsstyrkingarnámskeið, Sköpun, Sumarnámskeið, Tölvur
Tímabil: 
júlí 2018
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið yfir forritun og tækni samþætt sjálfsmyndarvinnu. Einkunnarorð námskeiðanna eru skemmtun, samstaða og styrkur.

Markmið þessara sérhönnuðu námskeiða er að útskrifa tæknistelpur með skýra og jákvæða sjálfsmynd.

Reynslan hefur sýnt að forritunarkennsla eflir markvisst sjálfstraust stelpna og að stúlkur sem hafa lært forritun nota kunnáttuna á annan hátt en drengir. Stelpur á aldrinum 7-13 ára eru móttækilegar fyrir sjálfsmyndarvinnu og með markvissri kennslu má efla sjálfsmynd þeirra svo um munar. Sjálfsmynd stelpna hrakar mjög á unglingsárunum (sérstaklega eftir 13 ára aldur) og er því mikilvægt að styrkja stoðirnar áður en unglingsárin skella á.

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 29. júní 2018 - 9:43