Tæknibrellur og upptökur

Tæknibrellur
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið, Tölvur
Tímabil: 
júní 2018
Aldur: 
12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Viltu læra að taka upp eigið mynd­efni í greenscreen stúdíói og bæta við upp­tökuna tækni­brellum, hljóði og tónlist? Þú lærir grunn­atriði í tækni­brellum, að skrifa handrit/​stor­y­board, vinna í greenscreen stúdíói og sam­setn­ingu mynd­efnis.

Farið er í grunn­atriði í gerð tækni­brellna. Þátt­tak­endur læra mik­il­væg­ustu þætti þess að skrifa handrit/​stor­y­board, vinna í greenscreen stúdíói og sam­setn­ingu mynd­efnis. Þeir taka upp eigið mynd­efni, bæta við það tækni­brellum, skipta út umhverfi og klippa saman senur með hljóði og tónlist.

Á nám­skeiðinu verður unnið með for­ritin After Effects og Premiere Pro.

Markmið nám­skeiðisins er að vekja áhuga á framleiðslu mynd­efnis og nýt­ingar tækni­brellna í framleiðslunni. Afrakstur nám­skeiðsins er stutt­mynd skrifuð og fram­leidd af hverjum nem­anda.

Leiðbeinandi: Ingibjörg Lilja Guðmundsdóttir

Námskeiðsgjald: 19.900 kr.

Staðsetning: Tækniskólinn Háteigsvegi

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 7. maí 2018 - 13:57