Sundnámskeið Ármanns 2018

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Sund
Tímabil: 
júní 2018, júlí 2018
Aldur: 
5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Sunddeild Ármanns mun bjóða upp á sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-10 ára. Námskeiðin verða haldin í Árbæjarlaug og Laugardalslaug. Verð fyrir námskeið 1,2, 3 er 8900 krónur (10 skipti) 8100krónur fyrir námskeið 4. (9 skipti).

Sundþjálfarar sjá um námskeiðin og verða leiðbeinendur þeim til aðstoðar í lauginni og sækja börnin inn í sturtur. Foreldrar þurfa að aðstoða börnin við að klæða sig ef þess þarf.

Námskeið 1: 11. júní - 22. júní
Námskeið 2: 25. júní - 06. júlí
Námskeið 3: 9. júlí - 20 . júlí
Námskeið 4: 23. júlí - 03. ágúst

*Athugið að námskeið 1. fer fram í Laugardalslaug og námskeið 2, 3 og 4 fara fram í Árbæjarlaug.

Nánari upplýsingar um tímasetningar má finna á heimasíðu Ármanns

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 9. maí 2018 - 14:13