Sund fyrir alla aldurshópa

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, sund
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Íþróttir, Sund
Aldur: 
5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Frístundakort: 

Sundið er ein af elstu greinum félagsins. Sundmenn ÍFR hafa frá upphafi verið mjög sigursælir á alþjóðlegum mótum og hefur ÍFR átt keppendur í sundi á fjölda Norðurlanda- Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum fatlaðra. Innan raða ÍFR eru 5 heimsmethafar. Í sundi er keppt í tíu flokkum hreyfihamlaðra, þrem flokkum blindra og sjónskertra og einum flokki þroskaheftra. Æfingar fara fram í sundlauginni í Laugardal og í sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni 12.

Sundæfingar eru eftirfarandi:

Laugardalslaug
Mánudaga 18:30 - 20:30 25 metra braut
þriðjudaga 18:30 - 20:30 50 metra braut
miðvikudaga 16:30 - 18:30 25 metra braut
fimmtudaga 16:30 - 18:30 50 metra braut
föstudaga 18:00 - 20:00 25 metra braut 
laugardaga 10:15 - 12:15 25 metra braut
Þjálfarar: Tómas Hájek, Guðjón Gunnarsson

Sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni.
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:00 - 18:00
föstudögum kl. 15:00 - 18:00
Þjálfari er: Guðjón Gunnarsson

 

Skráning iðkenda  fer fram hjá þjálfurum á æfingatíma deildarinnar. Sundæfingar eru fyrir stráka og stelpur frá fimm ára aldri. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 561 8226 eða á heimasíðu félagsins www.ifr.is.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 27. september 2016 - 10:50