Sund

Sundfélagið Ægir, sund
Hverfi: 
Breiðholt, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Íþróttir, Sund
Tímabil: 
janúar 2018, febrúar 2018, mars 2018, apríl 2017, maí 2017
Aldur: 
4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Frístundakort: 

Sundfélagið Ægir er með sundæfingar í þremur sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Byrjendahópar félagsins eru í innilauginni í Breiðholti og í Sundhöllinni á Barónsstíg. Miðstigið æfir í Breiðholtslaug og Laugardalslaug. Elstu hópar félagsins æfa í Laugardalslaug.
 
Fyrsta skrefið byrjar í Gullfiskahóp sem er ætlaður byrjendum, 4-6 ára. Næsta skref þar fyrir ofan er svo Bleikjuhópur þar sem farið er nánar í allar sundaðferðirnar fjórar. Laxahóparnir eru svo ætlaðir fyrir þá sem kunna grunnatriðin í sundi og fara að kynnast því að keppa á sundmótum.  Þegar komið er í Höfrungahóp ætti sundmaðurinn að vera kunnugur sundmótum og hefur sín fyrstu skref sem keppnissundmaður. Sigvaxandi kröfur eru svo gerðar um getu í hópa og lokamarkmiðið er að komast í Gull-hóp félagsins sem keppir reglulega á stórum sundmótum innanlands sem utan.

Nánari upplýsingar

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 18. ágúst 2016 - 14:01