Sumarstarf félagsmiðstöðva Tjarnarinnar fyrir börn fædd 2006-2008

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð, Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júlí, júní
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára

Sumarstarf 2019 fyrir 10-12 ára í frístundamiðstöðinni Tjörninni:

Félagsmiðstöðvarnar 100og1, 105, Frosti og Gleðibankinn munu standa fyrir sameiginlegu fjölbreyttu starfi í sumar fyrir 10-12 ára krakka. Boðið verður upp á fjölmörg skemmtileg tilboð í sumar þar á meðal vikunámskeið og smiðjur og opið starf fyrir 7. bekk. 

TÍMABIL 11.6.19 - 10.7.19

VIKUNÁMSKEIÐ FYRIR 10-12 ÁRA verða í boði hálfan daginn, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Nánari lýsingar fyrir hvert námskeið má finna við skráningu á sumar.fristund.is:

SMIÐJUR FYRIR 10-12 ÁRA verða í boði mánudaga til fimmtudaga, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Nánari lýsingar fyrir hverja smiðju má finna við skráningu á sumar.fristund.is:

Lista yfir námskeið og smiðjur má finna hér:

HOFIРer með fjölbreytt starf alla virka daga fyrir fötluð börn frá 11. júní - 12. júlí og 6. ágúst - 21. ágúst. Nánar hér: http://fristund.is/namskeid/sumarstarf-hofsins-sertaekt-felagsmidstodvastarf-fyrir-born-faedd-2003-2008

7. BEKKUR fær sérstakar opnanir á miðvikudögum milli kl. 16.30 & 18.30.

SKRÁNING hefst kl. 10.00 15. maí á sumar.fristund.is. Skrá þarf fyrirfram í allt sumarstarf félagsmiðstöðvanna fyrir 10-12 ára.

Umsjón með 10-12 ára starfinu hefur Andrea Marel andrea@rvkfri.is

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 14. maí 2019 - 15:54