Sumarstarf félagsmiðstöðva fyrir unglinga fædd 2003-2005

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júlí, júní
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára

Í sumar bjóða almennu félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar (100og1, 105, Frosti, Gleðibankinn og Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar) upp á opnanir, viðburði og allskonar fjör júní og í byrjun júlí. Öll starfsemin og viðburðir verða auglýstir á facebook síðum félagsmiðstöðvanna og öðrum samfélagsmiðlum. Einnig verður upplýsingapóstur sendur út til foreldra í gegnum Mentor í lok maí. Hofið, sértæk félagsmiðstöð verður með sumarstarf fyrir börn og unglinga með fötlun en nánari upplýsingar um starfsemi Hofsins má finna hér

Almennar opnanir fyrir alla unglinga í hverfinu verða í boði fyrir alla unglinga í hverfinu á mánudags-, miðvikudagskvöldum  og föstudagskvöldum. Boðið verður upp á sérstakar pop-up opnanir á tveimur stöðum samtímis víðsvegar um hverfið. Pop-up þýðir að starfsfólk mun setja upp félagsmiðstöð víðs vegar um hverfin, eftir veðri og vindum og mun það vera auglýst vel til unglinganna gegnum samfélagsmiðla og foreldrapósta. Sumarráð unglinganna skipuleggja alla dagskrá Pop-up opnananna.

Síðdegisopnanir og hópastarf fyrir unglinga verða á mánudags- og föstudagskvöldum frá 16.30 - 18.30.

Götustarf/leitarstarf verður  starfrækt í sumar en starfsmenn félagsmiðstöðvanna munu rölta um þau svæði í hverfinu sem unglingarnir kunna að vera á. Markmiðið er að vera til staðar, veita umhyggju, stuðning og eftirlit. Götustarfið er áætlað milli 22.00 og 00.00 eða lengur, eftir aðstæðum.

Með starfsemi félagsmiðstöðva er verið mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum. Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu frítímastarfi hefur mikið forvarnargildi og styrkir unglinga til virkari þátttöku í samfélaginu. Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum valkost í frítímanum undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Félagsmiðstöðvar eru því mikilvægur vettvangur fyrir ófélagsbundna unglinga.

Ef einhverjar spurningar vakna leitið til Tjarnarinnar frístundamiðstöðvar  411-5700,  á heimasíðu Tjarnarinnar (www.tjornin.is) og á www.fristund.is.

Deildarstjóri unglingastarfs: Andrea Marel andrea.marel@reykjavik.is 

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 14. maí 2019 - 15:44