Sumarstarf félagsmiðstöðva fyrir 13-16 ára sumarið 2019

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júlí 2019, júní 2019

Sumaropnanir í félagsmiðstöðvum fyrir 13-16 ára (fædd 2003-2005)

Í sumar bjóða félagsmiðstöðvar Ársels (Holtið, Tían og  Fókus) upp á opnanir í júní og byrjun júlí (1.júní-10 júlí). Í sumar verða starfandi klúbbar og ráð eins og verið hefur í vetur og allir hvattir til að kíkja í félagsmiðstöðina sína og taka þátt.  

Í sumar verður einnig í boði ákveðin sumarnámskeið fyrir þennan aldurshóp sem þarf að skrá sig sérstaklega í. Þetta eru námskeiðin Vinabönd og Bellanet.   

Vinabönd - er námskeið fyrir unglinga sem vilja eflast og styrkjast í samskiptum við jafnaldra sína. Þetta er skemmtilegt námskeið fyrir áhugasama unglinga sem vilja læra að koma fram og efla sjálfsmyndina. Námskeiði er opið öllum og er frítt fyrir alla. 

Bellanet - er hópastarf fyrir stelpur fæddar 2005 og 2006 þar sem unnið er með sjálfsstyrkingu, samskipti og tekist á við  raunverulegar aðstæður. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu.   

Hægt  er að nálgast allar nánari upplýsingar um starfið, námskeið, klúbbastarf og almenna dagskrá félagsmiðstöðvanna fyrir sumarið inn á : www.arsel.is og velja þar inni viðkomandi félagsmiðstöð (www.arsel.is/tian, www.arsel.is/holtid, www.arsel,is/fokus) . Einnig verða allar upplýsingar inn á  feisbókarsíðum félagsmiðstöðvanna.

Með starfsemi félagsmiðstöðva er verið að mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum. Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu frítímastarfi hefur mikið forvarnargildi og styrkir unglinga til virkari þátttöku í samfélaginu.

Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum valkost í frítímanum undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Félagsmiðstöðvar Ársels er staður þar sem allir skipta máli og geta verið þeir sjálfir.

Ef einhverjar spurningar vakna leitið til Frístundamiðstöðvarinnar Ársels 411-5800 eða út í félagsmiðstöðvarnar.

Félagsmiðstöðin Tían, s: 4115810, Birna.dadadottir.birnir@rvkfri.is     

Félagsmiðstöðin Holtið, s: 4115840, Sandra.dis.karadottir@reykjavik.is   

Félagsmiðstöðin Fókus, s: 4115821, berglind.ragnarsdottir@reykjavik.is   

Deildarstjóri: Sigurbjörg Kristjánsdóttir, s: 411 5800, sigurbjorg.kristjansdottir@reykjavik.is

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 19. júní 2019 - 8:18