Sumarstarf félagsmiðstöðva fyrir 13-16 ára

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júní 2019, júlí 2019

Sumaropnanir í félagsmiðstöðvum fyrir 13-16 ára (fædd 2002-2004)

Í sumar bjóða félagsmiðstöðvar Ársels (Holtið, Tían og  Fókus) upp á opnanir í júní og byrjun júlí (1.júní-11 júlí).
Hægt verður að nálgast allar nánari upplýsingar um starfið og dagskrá félagsmiðstöðvanna fyrir sumarið inn á : www.arsel.is og velja þar inni viðkomandi félagsmiðstöð. Einnig verða allar upplýsingar inn á  feisbókarsíðum félagsmiðstöðvanna.

Dagskrár sumarsins 2018 koma inn á heimsíður og feisbókarsíður félagsmiðstöðvanna um miðjan maí. 

Með starfsemi félagsmiðstöðva er verið að mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum. Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu frítímastarfi hefur mikið forvarnargildi og styrkir unglinga til virkari þátttöku í samfélaginu.

Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum valkost í frítímanum undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Félagsmiðstöðvar eru því mikilvægur vettvangur fyrir ófélagsbundna unglinga.

Ef einhverjar spurningar vakna leitið til Frístundamiðstöðvarinnar Ársels 411-5800 eða út á félagsmiðstöðvarnar.

Félagsmiðstöðin Tían, s: 4115810, hjorleifur.steinn.thorsson@reykjavik.is

Félagsmiðstöðin Holtið, s: 4115840, birna.dadadottir.birnir@reykjavik.is

Félagsmiðstöðin Fókus, s: 4115821, herdis.borg.petursdottir@reykjavik.is

Deildarstjóri: Edda Ósk Einarsdóttir, s: 411 5800, edda.osk.einarsdottir@reykjavik.is

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 18. apríl 2018 - 12:35