Sumarsmiðjur fyrir 10 - 12 ára

Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júlí, júní
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára

Sumarsmiðjur fyrir börn f. '08-'06

Sumarsmiðjur Tíu12, fyrir börn sem ljúka 5. – 7. bekk nú í vor, verða í félagsmiðstöðvum Miðbergs í sex vikur í sumar. Hægt verður að velja milli skemmtilegra smiðja sem ætti að henta öllum sem standa yfir í hálfan eða heilan dag. Skrá þarf á hverja smiðju fyrir sig.

Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu öll börn á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tímabil starfsins er frá 11. júní til 19. júlí. Smiðjurnar fara fram í félagsmiðstöðvunum í hverfinu ásamt því sem farið er í ferðir um Reykjavík og nágrenni. 

Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Mæting í smiðjur og á viðburði er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur við smiðjuna ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

Skráning er í allar smiðjur vegna takmörkunar á hópastærð.
Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS.

Skráning hefst í sumarsmiðjurnar 15. maí, 2019 kl. 10.00 á  sumar.fristund.is.

Skráning nauðsynleg alla daga // enrollement is necessary // wymagana rejestracja
Mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar kl. 9.30-16 = 1389 krónur
Miðvikudagar kl. 13-16:30 = 700 krónur
Föstudagar kl. 9.30-13:30 = FRÍTT//FREE//DARMOWE

Dagskráin:  

Vikan 11. - 14. júní 

Þriðjudagur 11. júní - 09:30-16:00 - Mission impossible, grill & sund í
                                                        Breiðholtslaug (swimming/pływacki)

Miðvikudagur 12. júní - 13:00-16:30 - Tie dye (bolir innifaldir)

Fimmtudagur 13. júní - 09:30-16:00 - Húsdýra og fjölskyldugarðurinn og pylsur

Föstudagur 14. júní - 09:30-13:30 - Sund í Árbæjarlaug (swimming/pływacki)

 

Vikan 18. - 21. júní

Þriðjudagur 18. júní - 09:30-16:00 - Fjöruferð og sjóminjasafn

Miðvikudagur 19. júní - 13:00-16:30 - Brjóstsykursgerð

Fimmtudagur 20. júní - 09:30-16:00 - Öldusund og leikir (swimming/pływacki)

Föstudagur 21. júní - 09:30 - 13:30 - Bæjarferð og ís

 

Vikan 24. - 28. júní 

mánudagur 24. júní - 09:30-16:00 - Risafótbolti og keila

þriðjudagur 25. júní - 09:30 -16:00- Nauthólsvík og grill

miðvikudagur 26. júní - 13:00 - 16:30 - Sápubolti og kubb

fimmtudagur 27. júní - 09:30-16:00 - Breiðholtsdraumur og Laugardalslaug (swimming/pływacki)

Föstudagur 28. júní - 09:30-13:30 - Perluskálar og blindrasmökkun

 

Vikan 1. - 5. júlí 

Mánudagur 1. júlí - 09:30-16:00 - Heimsókn í Nexus og grillaðir sykurpúðar

þriðjudagur 2. júlí - 09:30 - 16:00 - Fótbolta- og minigolf og pizzaveisla í
                                                       Skemmtigarðinum

Miðvikudagur 3. júlí 13:00-16:30 - Minute to win it og grill

fimmtudagur 4. júlí - 09:30 - 16:00 - Fimleikasalur og sund

föstudagur 5. júlí - 09:30-13.30 - Myndlistasmiðja

 

Vikan 8. - 12. júlí

Mán. 8. júlí - 09:30 - 16:00 - Hungergames í Viðey
Þri. 9. júlí - 09:30 - 16:00 - Klifur í Gufunesi
Mið. 10.júlí - 13:00-16:30 - Tarzanleikur
Fim. 11.júli - 09:30-16:00 - Íshellir og stjörnuhvelfing í Perlunni
Fös. 12.júli - 09:30-13:30 - Árbæjarsafn

Vikan 15. - 19. júlí 

Mán. 15.júlí - 09:30 -16:00 - Óvissuferð
Þri. 16.júlí - 09:30-16:00 - Lazertag, pizza og stinger
Mið. 17.júlí - 13:00-16:30 - Bubblebolti
Fim. 18.júlí - 09:30-16:00 - Rush trampólingarður og just dance
Föst. 19.júlí - 09:30-13:30 - Pizzabakstur og opið hús

Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í námskeiði þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en námskeið/smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar námskeið/smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.
 

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 21. maí 2019 - 11:53