Sumarskóli Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið
Tímabil: 
júlí 2019, júní 2019

Sumarskóli Barnaskólans verður opin frá 10.júní - 5.júlí

 

Dagana 10.júní - 5.júlí verður boðið uppá sumarstarf í Barnaskólanum í Hafnarfirði. Hún Birgitta okkar mun stýra starfinu með gleði og fagmennsku eins og henni einni er lagið. Með henni verða kunnugleg andlit sem þekkja starfið og börnin í Barnaskólanum.
rekari upplýsingar um dagskrá mun berast á næstu dögum og skráningarform má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/1hS98QcG95H9Fd-De0...

Verðskrá sumarskólans:
Ein vika, heill dagur með morgunmat, hádegisverði og nónhressingu, kl. 8.00-16.00, 19.900 kr.
Ein vika, hálfur dagur með morgunmat og hádegisverði, kl. 8.00-13.00, 12.500 kr.
Ein vika, hálfur dagur síðdegis með nónhressingu, kl. 13.00-16.00, 7.650 kr.
Umfram klukkustund í eina viku, 1.600 kr.

20% afsláttur er af 4. viku og vikum eftir það.
35% systkinaafsláttur af kostnaði annars eða fleiri barna í sumarskólanum.

Sé nýttur stakur dagur þarf að semja við starfsfólk sumarskólans og er best að gera það næsta virka dag á undan til að hægt sé að skipuleggja starfið með fyrirvara um fjölda barna.

 

Foreldrar 5 ára barna: Dagana 8. - 20. ágúst verður boðið uppá skólanámskeið fyrir verðandi grunnskólabörn (fædd 2013). Frekari upplýsingr munu berast á næstu vikum.

 

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 21. maí 2019 - 13:58