Sumarnámskeið Klapparholts

Sumarnámskeið Klapparholts
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur: 
Frístundaheimili, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní 2017, júlí 2017
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára

Sumarnámskeið Klapparholts 2017

Frístundaheimilið Klapparholt verður opið í sumar frá kl. 8:00-17:00. Börnin eru í virkri dagskrá milli kl. 9.00-16.00.  Hægt er að velja um viðbótarvistunartíma milli kl. 8:00-9:00 og/eða kl. 16:00-17:00 gegn aukagjaldi.

Námskeiðið verður haldið frá 12. júní- 7. júlí.

Í ágúst verður einnig opið hjá okkur: 8.-11. ágúst og 14.-18. ágúst.

Í sumar verður bæði fjölbreytt og skemmtilegt starf hjá okkur í Klapparholti. Í hverri viku verður spennandi dagskrá sem allir krakkar ættu að hlakka til. Starfið byggist að mestu leyti á útivist, hreyfingu, heimsóknum, leikjum, ferðum, íþróttum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu. Hefðbundið klúbbastarf Klapparholts verður að sjálfsögðu í boði en þar mætti nefna föndur, frjálsa leiki, íþróttasal, sund ásamt margri annarri afþreyingu.

Frístundaheimilið Klapparholt

Árvað 2, 110 Reykjavík

s: 664-7624

klapparholt@rvkskolar.is

 

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 17. maí 2017 - 10:46