Sumarnámskeið Fimleikafélagsins Björk

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Fimleikar, Íþróttanámskeið, Íþróttir, Sjálfsvarnaríþróttir, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní 2017, júlí 2017, ágúst 2017
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára
Frístundakort: 

Sumarnámskeið Fimleikafélagsins Björk

Í sumar verður boðið bæði upp á sérgreinanámskeið, þ.e. námskeið eða æfingar tileinkað einni íþróttagrein og svo almenningsnámskeið í fimleikum og fjölgreinanámskeið.  Vonandi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fimleikar fyrir alla:
Frábær árangur fimleikafólks í hinum ýmsu íþróttagreinum hefur sýnt að fimleikar eru frábær grunnur fyrir flesta íþróttaiðkun. Með "Fimleikum fyrir alla" er markmiðið að bjóða upp á fjölþættar fimleikaæfingar, styrktaræfingar og liðleikaæfingar sem nýtast bæði fimleikakrökkum og krökkum úr öðrum íþróttagreinum.

Tími: 09:00 – 12:00

Verð:     
7.500 fyrir 5 daga vikur
6.000 fyrir 4 daga vikur 

Aldur: 7-12 ára 

Tímabil:
12. – 16. júní 
19. – 23. júní 
26. júní – 30. júní 
31. júlí – 4. ágúst 
8. – 11. ágúst 
14. – 18. ágúst 

Fjölgreinanámskeið: 
Fimleikafélagið Björk er meira en bara fimleikafélag. Á námskeiðinu fá börnin að kynnast öllu sem félagið bíður uppá og er frábær viðbót við hinar klassísku boltagreinar. Fimleikar, Parkour, TaeKwonDo og klifur, eru greinar sem erfitt er að komast í á skólavellinum en ofboðslega gaman að stunda. Hér fá börnin að prófa bland í poka og finna vonandið eitthvað við sitt hæfi til frambúðar. 

Tími: 13:00 – 16:00

Verð:     
7.500 fyrir 5 daga vikur         
6.000 fyrir 4 daga vikur 

Aldur: 7-12 ára 

Tímabil: 
12. – 16. júní 
19. – 23. júní 
26. júní – 30. júní 
31. júlí – 4. ágúst 
8. – 11. ágúst 
14. – 18. ágúst 


Sumarnámskeið Fimleikadeildar Björk

Pæju, ponsu- og guttanámskeið verða í boði fyrir yngstu iðkendurna og eru námskeiðin hrein fimleikanámskeið.

Ponsu- og pæjunámskeið: 
Henta vel fyrir stelpur sem hafa verið að æfa fimleika en einnig þeim sem eru að byrja.

Aldur: 6-12 ára

Gutta- og Gauranámskeið:
Henta vel fyrir stráka sem hafa verið að æfa fimleika en einnig þeim sem eru að byrja.

Aldur: 6-12 ára

Tími:         9-12:00

Verð:         7.500 fyrir 5 daga vikur 
6.000 fyrir 4 daga vikur

Tímabil:

    12. – 16. júní 
        19. – 23. júní
        26. júní – 30. júní
        31. júlí – 4. ágúst
        8. – 11. ágúst
        14. – 18. Ágúst

Parkour:

12. – 16. júní: Byrjendanámskeið í Parkour kl. 14-15:30
19. – 23. júní: Parkour fyrir lengra komna kl. 14 – 16:00

Á námskeiðunum verður leitast við að stunda Parkour í náttúrulegu umhverfi íþróttarinnar eins og hægt er en það er utanhúss.

Sumaræfingar:
Það er boðið upp á sumaræfingar fyrir þau börn sem komin eru í keppnishópa hjá félaginu.
Bæði stendur til boða að æfa hluta úr sumri eða allt tímabilið en aðeins þeir sem taka allt tímabilið eiga þess kost að nýta frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.

Nánari upplýsingar verða sendar út á alla iðkendur.


Klifurnámskeið og klifuræfingar í Björk

Í klifri verður boðið upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.
Námskeiðin eru tvískipt, fyrir byrjendur og þá sem hafa æft klifur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Tími:         9-12:00

Verð:         7.500 fyrir 5 daga vikur
6.000 fyrir 4 daga vikur 

Aldur:        8-12 ára

Tímabil:

    12. – 16. júní 
        19. – 23. júní
        31. júlí – 4. ágúst
        8. – 11. ágúst
        14. – 18. ágúst

* Athugið að einnig er boðið upp á klifur á fjölgreinanámskeiði.

Sumaræfingar:
Boðið er upp á sumaræfingar fyrir keppnishópa. Nánari upplýsingar um þær fást hjá klifurdeild á fésbókarsíðu deildarinnar „Klifurdeild Bjarkanna“ og hjá 7fnsjofn@gmail.com.

Praktískar upplýsingar

Skráning:
Skráning fer í gegnum bjork.felog.is eða „Mínar síður“ á hafnarfjordur.is
Sumaræfingar geta veitt rétt á íþróttastyrk. Til að nýta hann er nauðsynlegt að fara í gegnum Mínar síður.

Gæsla:
Boðið er upp á gæslu í hádeginu á milli námskeiða.

Matur:
Börn koma með létt nesti til að borða á námskeiði.
Ef börn eru á námskeiðum allan daginn koma þau með nesti til að borða í hádeginu.

Ath. Að lágmarksfjölda þarf á námskeið.  Náist hann ekki, fellur námskeiðið niður en reynt verður að bjóða upp á annan valkost í staðinn með því að sameina námskeið.
 

Síðast uppfært: 
Sunnudagur, 4. júní 2017 - 22:55