Sumarnámskeið

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans, Leiklist, Myndlist, Sköpun, Tónlist
Tímabil: 
júní 2018
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Sköpun í orði, leik, dansi og tónlist   -----   Leysum list úr álögum

Heil vika af endalausu ævintýri frá degi til dags!

Þátttakendur, börnin eru í aðalhlutverki á námskeiðinu og skapa sinn ævintýraheim útfrá umhverfinu og eigin hugarflugi. Vettvangsferðir um hverfið er hluti af könnunarleiðangri og kíkt verður á leyndardómsfulla staði, þekkta sem óþekkta. Þau leysa listir úr álögum með því að finna þeim farveg í eigin hugarheimi. Börnin fá frjálst og skapandi flæði með leiðsögn og semja sjálf lokaverkið sem aðstandendur fá að sjá í lok vikunnar.

Námskeiðið í ár er að vanda leitt af frábæru listafólki. Tónlistarkonan Magga Stína Blöndal, leikarinn Halla Margrét Jóhannesdóttir, dansarinn Ásrún Magnúsdóttir og ljósmyndarinn Alda Lóa Leifsdóttir.

Allar eru þær þekktar úr lista- og menningarlífinu og hefur hver um sig mikla og fjölbreytta reynslu af kennslu og sýningum.

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 9. maí 2018 - 11:52