Sumarkletturinn

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið
Tímabil: 
júlí, júní

Sumarkletturinn
Sumarkletturinn er fyrir börn í 4. til 7. Bekk með sértæka stuðningsþörf.
SumarKletturinn er tómstundaúrræði sem er ætlað börnum og unglingum með fötlun. 
Sumarkletturinn leggur áherslu á að bjóða uppá faglega þjónustu með uppeldisgildi frítímastarfs að leiðarljósi. Skapa aðstæður og umhverfi þar sem hægt er að þjálfa félagsfærni, samskiptafærni, styrking sjálfsmyndar, efla félagslega þátttöku og virkni. Reynt er að vinna með styrkleika hver og eins og komið til móts við ólíkar þarfir.
Opið er í Sumarklettinum í fjórar vikur. Frá 11. júní til 5. Júlí.

 

Fyrir hverja er Sumarkletturinn?

Sumarkletturinn er fyrir börn í 4. til 7. Bekk með sértæka stuðningsþörf.

 

Opnunartími Sumarklettsins er frá 8:00 til 17:00

11-14. júní

18-21. júní

24-28. júní

1-5. júlí

 

Hvar er Sumarkletturinn?

Sumarkletturinn er á annari hæð á Suðurgötur 14.

 

Hvar skráir maður sig í Sumarklettinn?

Gengið er frá skráningu og greiðslu á þátttökugjöldum í gegnum Mínar síður á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is. Þátttökugjaldið í ár er 4600 kr. fyrir hvert tímabil.

Einnig væri frábært að láta vita þegar þið eruð búin að skrá. Á agustth@hafnarfjordur.is

 

Hafðu samband

Ágúst Arnar Þráinsson Deildarstjóri Sumarklettsins
S.6645768 eða agustth@hafnarfjordur.is

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 15. maí 2019 - 8:19