Sumarklettur

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Leikjanámskeið, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní 2018, júlí 2018
Aldur: 
11 ára, 12 ára, 13 ára

Sumarklettur

 

Sumarkletturinn verður í sumar frá 11. júní – 6. júlí og er námskeið fyrir krakka með greiningar og/eða fötlun gjaldgengir eru krakkar í  fötlunarflokkum 1-3.  Hann er fyrir krakka sem eru í eða fara byrja í 5 – 7.bekk úr grunnskólum Hafnarfjarðar. Til þess að sækja um er sendur tölvupóstur á  kristinhelga@hafnarfjordur.is. Hægt er að sækja um að vera annað hvort hálfan daginn 8- 12:30/12:30-17:00 eða allan daginn 8:00 -17:00. Farið er eftir verðskrá sumarnámskeiða Hafnafjarðarbæjar. 

 

Boðið verður uppá skemmtilega dagskrá alla daga bæði fyrir og eftir hádegi. Krakkarnir fá tækifæri að vera með öðrum krökkum á svipuðum aldri að gera ýmislegt skemmtilegt sem þau hafa áhuga á. Mikil útivera og er nærumhverfið notað á sem skemmtilegastan hátt. Einnig tökum við þátt í skipulagðri dagskrá Hafnarfjarðabæjar yfir sumartíman svo sem eins og dorgveiðikeppnin, sumarhátiðin og fleira. Krakkarnir fá einnig gott rými innahús til þess að auka félagsfærni og tækifæri til þess að leika og/eða skapa listir með örðum krökkum.

Upplýsingar eru veittar í síma 664-5768 og kristinhelga@hafnarfjordur.is

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 30. apríl 2018 - 12:04